Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að Evrópski viðbragðasjóðurinn fyrir fjármálastöðugleika - 528 svör fundust
Niðurstöður

Hver eru samningsmarkmið Íslands varðandi heimskautarefinn í viðræðunum við ESB?

Markmið Íslands varðandi heimskautarefinn, í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, er að hann verði undanþeginn friðun og að hér verði áfram heimilt að setja reglur um stjórnun nýtingar og veiða á dýrum úr íslenskum stofnum heimskautarefsins. Samningskaflinn um umhverfismál, sem reglur sambandsins um verndun vill...

Ef Ísland gengur í ESB og tekur upp evru verða þá verð á fatnaði nákvæmlega þau sömu hér og í öðrum evruríkjum?

Stutta svarið er varla. Þótt ekki sé útilokað að verð á fatnaði yrðu í einhverjum tilfellum þau sömu hér og á meginlandi Evrópu, ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru, yrði það frekar undantekning en regla. Aðild að Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu gæti haft margvísleg áhrif á efnahag landsins...

Af hverju voru stofnríki Evrópusamstarfsins ekki fleiri en þessi sex?

Kola- og stálbandalagið var stofnað árið 1952 en Kjarnorkubandalag Evrópu og Efnahagsbandalag Evrópu voru stofnuð árið 1958. Sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland, stofnuðu þessi þrjú bandalög sem runnu síðar saman í Evrópusambandið. Þessi sex ríki áttu margt sameiginlegt á...

Verður einokun fárra fyrirtækja á fiskimiðum ekki aflétt með inngöngu í ESB?

Það er fátt sem bendir til þess að þau sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi sem nú fá úthlutað mestum árlegum aflaheimildum fengju minna fyrir sinn snúð komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þetta er vegna þess að ákvarðanir um hlutdeild innlendra útgerða í árlegum landskvóta Íslands yrðu áfram í höndum íslensk...

Hvaða áhrif mundi innganga í Evrópusambandið hafa á menntamál?

ESB hefur ekki sameiginlega menntastefnu en samstarf aðildarríkjanna á sviði menntamála byggist á sameiginlegum verkefnum á grundvelli Menntaáætlunar ESB. Ísland tekur þátt í þessu samstarfi á grundvelli EES-samningsins og hafa þúsundir Íslendinga tekið þátt í verkefnum styrktum af Menntaáætluninni. Ef til aðildar...

Gilda sömu reglur um viðurkenningu á menntun í öllum aðildarríkjum ESB?

Í stuttu máli er svarið nei. Evrópusambandið fer ekki með valdheimildir til að setja reglur í menntamálum en það hefur heimildir til að stuðla að samvinnu aðildarríkjanna í þeim málaflokki. Viðurkenning menntunar innan Evrópusambandsins byggir á því að aðildarríki tekur sem gilda menntun sem nemandi hefur öðlast í...

Gætum við tekið upp dönsku krónuna í staðinn fyrir evruna?

Já, Ísland gæti tekið upp dönsku krónuna í stað evru. Tenging við eða upptaka dönsku krónunnar yrði þó að vera einhliða af hálfu Íslands, án sérstaks samráðs við dönsk stjórnvöld, sökum þátttöku Danmerkur í evrópska gengissamstarfinu. Þetta er vegna þess að Evrópusambandið leggst gegn því að utanaðkomandi ríki tak...

Hvað vilja unglingar vita um ESB?

Síðastliðin þrjú misseri hefur Evrópuvefurinn staðið fyrir kynningum á vefnum í framhaldsskólum landsins. Markmið þessara heimsókna er fyrst og fremst að ræða við nemendur um mikilvægi hlutlægra upplýsinga í tengslum við Evrópusambandið og aðildarviðræðurnar og benda þeim á hvar þær er að finna. Í kjölfar kynninga...

Breytist staða fatlaðra við inngöngu í ESB?

Staða fatlaðs fólks breytist ekki sjálfkrafa við aðild að Evrópusambandinu en aðild skapar hins vegar tækifæri til framþróunar í málefnum fatlaðra. Til að aðild að ESB skili jákvæðum áhrifum þurfa stjórnvöld á öllum stigum, stjórnsýsla, fagfólk og ekki síst hagsmunasamtök fatlaðs fólks að nýta sér þau tækifæri og ...

Í reglum ESB um aðild nýrra ríkja stendur feitletrað að ekki sé hægt að semja um lög og reglur sambandsins heldur sé aðeins verið að fara yfir hvernig og hvenær umsóknarríkið muni aðlaga sig að reglum sambandsins. Hefur Ísland fengið undanþágu frá þessari reglu?

Lagaákvæðið í sáttmálanum um Evrópusambandið, sem er grundvöllur samningaviðræðna við umsóknarríki, kveður hvorki á um að ekki sé hægt að semja um lög og reglur sambandsins né að aðildarviðræður snúist aðeins um aðlögun umsóknarríkis að reglum sambandsins. Á heimasíðu stækkunarsviðs framkvæmdastjórnar Evrópusamban...

Hverjar eru nýjustu breytingarnar á stefnu Evrópusambandsins í tóbaksvarnarmálum?

Hátt hlutfall reykingamanna sem og fjöldi dauðsfalla af völdum reykinga hafa verið Evrópusambandinu hugleikin málefni. Sambandið hefur gripið til ýmissa aðgerða til að reyna að fækka reykingamönnum og voru nýjustu aðgerðirnar samþykktar 10. júlí 2013. Þær fela í sér breytingar á gildandi tilskipun um tóbaksvörur s...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 2. Aðdragandinn

Fyrsti vísirinn að Evrópusambandinu var Kola- og stálbandalagið (KSB) sem tók til starfa árið 1952. Að því stóðu sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland. Menn vildu koma í veg fyrir stríð á svæðinu í framtíðinni, kol og stál skiptu þá miklu í hernaði og mikilvægar námur voru á s...

Framkvæmdastjórn ESB

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (e. European Commission) hefur frá upphafi verið ein helsta stofnun ESB. Stofnunin er sjálfstæð og á ekki að vera undir áhrifum aðildarríkja sambandsins (3. töluliður 17. gr. sáttmálans um Evrópusambandið (SESB) og 1. mgr. 245. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (SSE...

Menntaáætlun ESB

Menntaáætlun ESB (e. Life Long Learning Programme) er samstarfsverkefni aðildarríkja ESB á sviði menntamála. Markmið Menntaáætlunarinnar er einkum að hjálpa einstaklingum, grunn-, framhaldsskóla- og háskólanemum, iðnnemum, kennurum og fleirum, að kynnast öðrum ESB-ríkjum og stunda þar nám og störf. Áætlunin nær yf...

Samrýmast útboðsskilmálar Seðlabanka Íslands um kaup erlendra aðila á aflandskrónum ákvæðum EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns og/eða reglum EES-réttar um jafnræði?

Skilja verður spurningu þessa sem svo, að með henni sé leitað svara við því hvort útboð Seðlabanka Íslands almennt séð falli að reglum EES-réttar um frjálst flæði fjármagns og/eða reglum EES-réttar um jafnræði. Varðandi fyrra atriðið, um það hvort útboðin falli að reglum um frjálst flæði fjármagns, þá er því ti...

Leita aftur: